Stjörnufræði

Í stjörnufræði Vísindasmiðjunnar er horft til himins. Við skoðum snúning Jarðar og hvernig hann veldur ýmsum breytingum í umhverfi okkar. Síðan kíkjum við til stjarna, bæði á stórar og smárar og skoðum stjörnumerkin sem þær tilheyra. Hér að neðan eru hlekkir í efni tengt heimsókninni í Vísindasmiðjuna, á tvo helstu upplýsingavefi um Stjörnufræði á íslensku.

Stjörnumerkin

Þótt stjörnurnar séu slembið dreifðar um himinngeiminn hefur mannfólkið löngum séð munstur í þeim, líkt og myndir í skýjum. Sum þessara munstra hafa fengið nöfn sem við þekkjum sem stjörnumerkin. Meira efni um stjörnumerkin—hvaða stjörnumerki tilheyra hvaða fæðingardögum nú á dögum, sem og goðsögurnar sem þeim eru tengd—má finna á síðu Stjörnufræðivefsins um stjörnumerki

Á geimurinn.is er svo að finna upplýsingar um stjörnur og samanburð á stærð stjarna

Árstíðir

Hraði og möndulhalli snúnings Jarðar hefur gífurleg áhrif á hana, og þá ekki síst lífríkið hennar. Stjörnufræðivefurinn hefur sérstaka síðu um áhrif þessa merkilega samspils á árstíðirnar

Stjarnfræðilegir viðburðir

Sólmyrkvinn 20. mars 2015

Tunglmyrkvinn 28. september 2015

Frekara efni

Á netinu er fullt af skemmtilegum fróðleik um stjörnufræði. Stjörnufræðivefurinn og Geimurinn.is eru til dæmis stútfullir af áhugaverðu efni og nýjustu fréttum úr heimi stjörnufræðinnar.

Stellarium hugbúnaðurinn sýnir okkur líkan af himninum hverju sinni. Hægt er skoða göngu himintunglanna fram og aftur í tímann. Hugbúnaðurinn er ókeypis og á íslensku.

Á Stjörnufræðivefnum er ekki bara efni fyrir nemendur og aðra fróðleiksfúsa heldur er þar sér horn fyrir kennara.

Námsefni um stjörnufræði fyrir kennara -

Hafa samband

Sendið stjörnufræðikennaranum okkar fyrirspurn á saevarhb@hi.is