Speglabrunnur

Góður spegill endurkastar svo til öllu ljósi sem á hann fellur til baka. Þannig fæst björt og skýr spegilmynd. Ef spegill gleypti í sig hluta ljóssins (t.d. ef við værum með svartan speglandi flöt) væri spegilmyndin svipuð, bara dekkri. En það eru líka til speglar sem hleypa hluta ljóssins í gegnum sig.

Slíkir speglar kallast hálfspeglar og búa yfir ýmsum skemmtilegum eiginleikum. Einn þeirra getum við séð í speglabrunninum. Í brunninum eru björt ljós en hann stendur í myrkvuðu ljósfræðiherberginu. Neðst í brunninum er venjulegur (al-)spegill en efst liggur hálfspegill.

Hálfspegillinn hleypir helmingnum af ljósinu innan úr sér upp í gegnum hálfspegilinn en hinn hlutinn endurkastast aftur ofan í brunninn. Þar speglast það aftur upp af neðri speglinum en eingöngu helmingur þess nær út um hálfspegilinn í það skiptið. Hinn hlutinn (nú fjórðungur af upphaflega ljósmagninu) endurkastast að öðru sinni ofan í brunninn. Svona endurtekur þetta sig koll af kolli og því lítur það út fyrir að brunnurinn sé óendanlega djúpur.

"Einstefnuspeglar"

Geislaskiptar

Michelson, þyngdarbylgjur.

Tilvísanir