Ljós og litir

Litablöndun ljóss

Litróf ljóssins: Prismur, ljósgreiður og litrófssjár

Oft sést til regnboga þegar nýlega hefur stytt upp. Sólarljósið sem loksins brýst í gegnum skýin lendir á smáum vatnsdropum, litir ljóssins tvístrast og endurkastast til okkar sem regnbogann sjáum. Ljóstvístrunin kemur til af tvennu: Sólarljósið hvíta samanstendur í raun af öllum litum litrófsins og mismunandi litir ljóssins bogna mismikið á leið sinni í gegnum dropana.

Hvernig myndast regnboginn? http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1572

Ósýnilegt ljós

Munurinn á litum ljóssins felst í tíðni þess. Ljós er rafsegulbylgja sem breiðist frá ljósgjafa eins og gárur á vatni. Þessar gárur geta sveiflast mishratt og þessi hraði—eða tíðni—sveiflanna ákveður ljósið. Við skynjum rafsegulbylgjur sem sveiflast á bilinu ??? og ??? sinnum á sekúndu. En þetta er bara takmörkun á augunum okkar. Ljós getur hvort tveggja sveiflast hraðar og hægar en það!

Augun okkar geta þó ekki skynjað slíkt ljós og því má tala um ósýnilegt ljós. Dæmi um ósýnilegt ljós eru innrautt ljós, örbylgjur og útvarpsbylgjur (með lægri tíðni en sýnilegt ljós), og útfjólublátt ljós, Röntgengeislar og gammageislar (með hærri tíðni en sýnilegt ljós).

Hitageislun hluta nálægt herbergishita er einmitt innrautt ljós og því ósýnilegt okkur mannfólkinu. Alveg eins og við getum smíðað myndavélar sem eru næmar á sýnilegt ljós getum við búið til myndavélar sem eru næmar á aðra hluta rafsegulrófsins. Í Vísindasmiðjunni er einmitt myndavél af slíku tagi sem er næm á innrautt ljós. Þannig sér hún hitageislun frá misheitum hlutum nálægt herbergishita sem mismunandi innrauða "liti".

Heitir hlutir birtast sem rauðir eða hvítir á meðan kaldari hlutir birtast grænir eða bláir.

Ljósbognun í sykurlausn